Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 08:03 Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði það siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. EPA Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent