Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 08:03 Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði það siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. EPA Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira