Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 19:38 Meint verðlaunafé sem Rússar eiga að hafa heitið talibönum fyrir að drepa bandaríska hermenn kom til tals í símtali Mike Pompeo (t.h.) og Sergei Lavrov (t.v.) í júlí. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta. Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta.
Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26
Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent