Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 17:45 Wayne LaPierre hefur stýrt NRA um árabil. Dómsmálaráðherra krefst þess að honum verði bannað að stýra samtökunum vegna ásakana um sjálftöku og fjárdrátt. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira