Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 07:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/Stefani Reynolds Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira