Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 07:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/Stefani Reynolds Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira