Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 23:40 Donald Trump á sér skrautlega viðskiptasögu sem einkennist meðal annars af stórum gjaldþrotum. Deutsche bank, sem er þekktur fyrir að vera áhættusæknari en margir aðrir stórir bankar, var eina fjármálstofnunin sem var tilbúin að lána honum fé á þessari öld. Vísir/EPA Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Svæðissaksóknari á Manhattan hefur undanfarna mánuði reynt að fá skattskýrslur Trump afhentar frá endurskoðunarfyrirtæki hans en forsetinn skaut málinu alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir það. Fram að þessu hefur verið talið að saksóknararnir ásælist gögnin í tengslum við rannsókn á greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2016. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða með greiðslunum. Greinargerð sem saksóknararnir lögðu fyrir dómara í máli sem varðar skattskýrslur forsetans benda til þess að rannsóknin takmarkist ekki við greiðslurnar til kvennanna heldur beinist hún að fleiri mögulegum lögbrotum Trump-fyrirtækisins, þar á meðal hvort að Trump hafi svikið út bankalán og framið tryggingasvik. New York Times segir nú að saksóknararnir hafi stefnt Deutsche bank, helsta lánveitanda Trump og fyrirtækis hans til fjölda ára, um aðgang að gögnum um fjármál hans og fyrirtækisins í fyrra. Bankinn hafi orðið við stefnunni og saksóknararnir fengið ítarlegar upplýsingar, þar á meðal varðandi hugsanleg lögbrot. Í gögnunum eru einnig skjöl sem Trump lagði fram þegar hann sótti um lán til bankans sem hefur veitt honum lán að andvirði meira en tveggja milljarða dollara undanfarna tvo áratugi. Trump og fyrirtæki hans hafa hafnað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Þau fullyrða einnig að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur og saka Cyrus Vance svæðissaksóknara, sem er demókrati, um að fiska eftir einhverju til að koma höggi á Trump pólitískt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur barist hatrammlega gegn því að upplýsingar um fjármál hans verði gerð opinber. Ólíkt fyrri forsetanum hefur hann neitað að slíta fjárhagsleg tengsl við viðskiptaveldi sitt og nýtur enn fjárhagslegra ávaxta af rekstri þess.Getty/Jabin Botsford Ýktar eða rangar upplýsingar til lánveitenda og fjárfesta Vísbendingar hafa áður komið fram um að Trump eða fyrirtæki hans kunni að hafa gefið rangar upplýsingar við lánsumsóknir. Cohen fullyrti þannig í yfirheyrslu í Bandaríkjaþingi í fyrra að Trump hefði ýkt verðmæti eigna sinna í gögnum sem hann sendi Deutsche bank. Washington Post sagði frá því í fyrra að Trump hefði reglulega fegrað fjárhagslega stöðu sína við bæði lánveitendur og mögulega fjárfesta. Þannig hafi hann látið þá fá skjöl þar sem verðmæti eigna var ýkt verulega og ekki var minnst á yfirskuldsettar eignir. Þá hafi upplýsingar um sumar eignanna, stærð og umfang, í sumum tilfellum verið rangar. Starfsmenn Deutsche bank eru sagðir hafa tekið fjármálayfirlýsingum Trump með miklum fyrirvara og talið þær byggjast á afar bjartsýnum forsendum. Í sumum tilfellum hafi þeir fært niður áætlað verðmæti þeirra um allt að 70%. New York Times segir að verðmætamat í fasteignabransanum sé huglægt og því gæti verið erfitt að sanna að í því felist tilraun til svika. Þá segir blaðið að sum þeirra mála sem rætt hefur verið um að Trump kunni að hafa gefið rangar upplýsingar séu það gömul að fyrningarfrestur mögulegra brota sé liðinn. Michael Cohen sagði þingnefnd í fyrra að hann teldi að Trump hefði lagt fram rangar upplýsingar um fjármál sín við lánaumsókn hjá Deutsche bank.VÍSIR/AFP Berjast enn um skattskýrslurnar Skattskýrslur Trump eru taldar geta gefið gleggri mynd af því hvort að hann kunni að hafa brotið lög. Trump reyndi að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu saksóknurunum gögn um fjármál sín, meðal annars með þeim rökum að sem forseti nyti hann algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir ákærum heldur einnig fyrir rannsóknum. Þeim lagarökum hafnaði hæstiréttur í sumar og vísaði málinu um skattskýrslur forsetans til neðra dómstigs. Alríkisdómstóll fjallar nú um hvort að endurskoðunarfyrirtæki Trump þurfti að verða við stefnu ákærudómstóls um skattskýrslurnar. Það var fyrir honum sem saksóknararnir lögðu fram greinargerð sem bendir til umfangsmeiri rannsóknar á fjármálum Trump og fyrirtækis hans en áður var vitað. Gögn sem lögð eru fyrir ákærudómstól eru leynileg og því yrðu skattskýrslur Trump ekki opinberar þó að slíkur dómstóll fengi aðgang að þeim nema að saksóknarar gæfu út ákærur og legðu gögnin fram við réttarhöld. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Svæðissaksóknari á Manhattan hefur undanfarna mánuði reynt að fá skattskýrslur Trump afhentar frá endurskoðunarfyrirtæki hans en forsetinn skaut málinu alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir það. Fram að þessu hefur verið talið að saksóknararnir ásælist gögnin í tengslum við rannsókn á greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2016. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða með greiðslunum. Greinargerð sem saksóknararnir lögðu fyrir dómara í máli sem varðar skattskýrslur forsetans benda til þess að rannsóknin takmarkist ekki við greiðslurnar til kvennanna heldur beinist hún að fleiri mögulegum lögbrotum Trump-fyrirtækisins, þar á meðal hvort að Trump hafi svikið út bankalán og framið tryggingasvik. New York Times segir nú að saksóknararnir hafi stefnt Deutsche bank, helsta lánveitanda Trump og fyrirtækis hans til fjölda ára, um aðgang að gögnum um fjármál hans og fyrirtækisins í fyrra. Bankinn hafi orðið við stefnunni og saksóknararnir fengið ítarlegar upplýsingar, þar á meðal varðandi hugsanleg lögbrot. Í gögnunum eru einnig skjöl sem Trump lagði fram þegar hann sótti um lán til bankans sem hefur veitt honum lán að andvirði meira en tveggja milljarða dollara undanfarna tvo áratugi. Trump og fyrirtæki hans hafa hafnað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Þau fullyrða einnig að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur og saka Cyrus Vance svæðissaksóknara, sem er demókrati, um að fiska eftir einhverju til að koma höggi á Trump pólitískt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur barist hatrammlega gegn því að upplýsingar um fjármál hans verði gerð opinber. Ólíkt fyrri forsetanum hefur hann neitað að slíta fjárhagsleg tengsl við viðskiptaveldi sitt og nýtur enn fjárhagslegra ávaxta af rekstri þess.Getty/Jabin Botsford Ýktar eða rangar upplýsingar til lánveitenda og fjárfesta Vísbendingar hafa áður komið fram um að Trump eða fyrirtæki hans kunni að hafa gefið rangar upplýsingar við lánsumsóknir. Cohen fullyrti þannig í yfirheyrslu í Bandaríkjaþingi í fyrra að Trump hefði ýkt verðmæti eigna sinna í gögnum sem hann sendi Deutsche bank. Washington Post sagði frá því í fyrra að Trump hefði reglulega fegrað fjárhagslega stöðu sína við bæði lánveitendur og mögulega fjárfesta. Þannig hafi hann látið þá fá skjöl þar sem verðmæti eigna var ýkt verulega og ekki var minnst á yfirskuldsettar eignir. Þá hafi upplýsingar um sumar eignanna, stærð og umfang, í sumum tilfellum verið rangar. Starfsmenn Deutsche bank eru sagðir hafa tekið fjármálayfirlýsingum Trump með miklum fyrirvara og talið þær byggjast á afar bjartsýnum forsendum. Í sumum tilfellum hafi þeir fært niður áætlað verðmæti þeirra um allt að 70%. New York Times segir að verðmætamat í fasteignabransanum sé huglægt og því gæti verið erfitt að sanna að í því felist tilraun til svika. Þá segir blaðið að sum þeirra mála sem rætt hefur verið um að Trump kunni að hafa gefið rangar upplýsingar séu það gömul að fyrningarfrestur mögulegra brota sé liðinn. Michael Cohen sagði þingnefnd í fyrra að hann teldi að Trump hefði lagt fram rangar upplýsingar um fjármál sín við lánaumsókn hjá Deutsche bank.VÍSIR/AFP Berjast enn um skattskýrslurnar Skattskýrslur Trump eru taldar geta gefið gleggri mynd af því hvort að hann kunni að hafa brotið lög. Trump reyndi að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu saksóknurunum gögn um fjármál sín, meðal annars með þeim rökum að sem forseti nyti hann algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir ákærum heldur einnig fyrir rannsóknum. Þeim lagarökum hafnaði hæstiréttur í sumar og vísaði málinu um skattskýrslur forsetans til neðra dómstigs. Alríkisdómstóll fjallar nú um hvort að endurskoðunarfyrirtæki Trump þurfti að verða við stefnu ákærudómstóls um skattskýrslurnar. Það var fyrir honum sem saksóknararnir lögðu fram greinargerð sem bendir til umfangsmeiri rannsóknar á fjármálum Trump og fyrirtækis hans en áður var vitað. Gögn sem lögð eru fyrir ákærudómstól eru leynileg og því yrðu skattskýrslur Trump ekki opinberar þó að slíkur dómstóll fengi aðgang að þeim nema að saksóknarar gæfu út ákærur og legðu gögnin fram við réttarhöld.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52