Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 11:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“