Dagskráin í dag: Íslandsmótið í FIFA 20 og pílumót í beinni, spurningaþættir um fótbolta og hápunktar Tiger Woods Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 06:00 Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA 20. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009. Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009.
Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00