Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/MICHAEL REYNOLD Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð. Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð.
Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira