Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 22:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19