Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2020 11:26 Vindman undirofursti og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu bar vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í nóvember. Um leið og öldungadeildin sýknaði Trump af kæru um embættisbrot í febrúar lét Trump reka Vindman úr þjóðaröryggisráðinu og fylgja honum út úr Hvíta húsinu. Vísir/EPA Hefndaraðgerðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Hann sagði skilið við herinn eftir rúmlega tuttugu ára starf í gær eftir að Trump kom í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Alexander Vindman, undirofursti, var fenginn til að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í haust. Hann var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og hafði hlustað á umdeilt símtal Trump og Volodýmýrs Zelenskíj, Úkraínuforseta. Bar Vindman að Trump hefði þrýst á forseta Úkraínu að gera sér pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn. Það taldi Vindman vera óviðeigandi ósk og möguleg misnotkun á völdum forseta. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfarið en var sýknaður í öldungadeildinni þar sem Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í febrúar. Um leið og sýknan lá fyrir fylgdu öryggisverðir Vindman út úr Hvíta húsinu og sömuleiðis tvíburabróður hans sem hafði hvergi komið nálægt rannsókninni á Trump. Til stóð að Vindman fengi stöðuhækkun hjá Bandaríkjaher í byrjun sumars en verulegur dráttur varð á því að Hvíta húsið samþykkti lista yfir þá sem átti að hækka í tign. Lögmaður Vindman tilkynnti á endanum um að Vindman ætlaði að hætta í hernum og sakaði Trump og Hvíta húsið um ná sér niður á honum fyrir að hafa borið vitni. Vindman vildi ekki tefla framgangi félaga sinna í hernum í hættu með því að halda kyrru fyrir. Minnir á gerræðisstjórnir sem fjölskyldan flúði Uppsögn Vindman tók gildi í gær og birtist þá aðsend grein eftir hann í Washington Post þar sem hann gagnrýnir Trump og ríkisstjórn hans harðlega. Sakar hann forsetann og bandamenn hans um að hafa beitt sig bolabrögðum, ógnunum og hefndaraðgerðum. Það hafi komið í veg fyrir framgang hans í hernum til frambúðar. Lýsir Vindman því að þegar hann hafði áhyggjur af framferði Trump og undirróðri gegn undirstöðum lýðræðisins hrinti af stað atburðarás sem svipti hulunni af spillingu Trump-stjórnarinnar. „Aldrei áður á ferli mínum eða í lífinu hef ég talið gildum þjóðar okkar ógnað meir en á þessari stundu. Ríkisstjórnin okkar hefur undanfarin ár minnt meira á gerræðisstjórnirnar sem fjölskylda mín flúði fyrir meira en 40 árum en landið sem ég hef varið lífi mínu í að þjóna,“ skrifar Vindman en fjölskylda hans flúði Sovétríkin sálugu. Bandarískir borgarar verði fyrir sams konar árásum og harðstjórar beiti gagnrýnendur sína og pólitíska andstæðinga. „Þeim sem velja hollustu við bandarísk gildi og tryggð við stjórnarskrána fram yfir trúmennsku við lyginn forseta og þá sem greiða götu hans er refsað,“ skrifar Vindman. Boðar Vindman að hann ætli sér að tjá sig um þjóðaröryggismál á sama tíma og hann sækir doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Johns Hopkins-háskóla á næstunni. Donald Trump Bandaríkin Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Hefndaraðgerðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Hann sagði skilið við herinn eftir rúmlega tuttugu ára starf í gær eftir að Trump kom í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Alexander Vindman, undirofursti, var fenginn til að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í haust. Hann var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og hafði hlustað á umdeilt símtal Trump og Volodýmýrs Zelenskíj, Úkraínuforseta. Bar Vindman að Trump hefði þrýst á forseta Úkraínu að gera sér pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn. Það taldi Vindman vera óviðeigandi ósk og möguleg misnotkun á völdum forseta. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfarið en var sýknaður í öldungadeildinni þar sem Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í febrúar. Um leið og sýknan lá fyrir fylgdu öryggisverðir Vindman út úr Hvíta húsinu og sömuleiðis tvíburabróður hans sem hafði hvergi komið nálægt rannsókninni á Trump. Til stóð að Vindman fengi stöðuhækkun hjá Bandaríkjaher í byrjun sumars en verulegur dráttur varð á því að Hvíta húsið samþykkti lista yfir þá sem átti að hækka í tign. Lögmaður Vindman tilkynnti á endanum um að Vindman ætlaði að hætta í hernum og sakaði Trump og Hvíta húsið um ná sér niður á honum fyrir að hafa borið vitni. Vindman vildi ekki tefla framgangi félaga sinna í hernum í hættu með því að halda kyrru fyrir. Minnir á gerræðisstjórnir sem fjölskyldan flúði Uppsögn Vindman tók gildi í gær og birtist þá aðsend grein eftir hann í Washington Post þar sem hann gagnrýnir Trump og ríkisstjórn hans harðlega. Sakar hann forsetann og bandamenn hans um að hafa beitt sig bolabrögðum, ógnunum og hefndaraðgerðum. Það hafi komið í veg fyrir framgang hans í hernum til frambúðar. Lýsir Vindman því að þegar hann hafði áhyggjur af framferði Trump og undirróðri gegn undirstöðum lýðræðisins hrinti af stað atburðarás sem svipti hulunni af spillingu Trump-stjórnarinnar. „Aldrei áður á ferli mínum eða í lífinu hef ég talið gildum þjóðar okkar ógnað meir en á þessari stundu. Ríkisstjórnin okkar hefur undanfarin ár minnt meira á gerræðisstjórnirnar sem fjölskylda mín flúði fyrir meira en 40 árum en landið sem ég hef varið lífi mínu í að þjóna,“ skrifar Vindman en fjölskylda hans flúði Sovétríkin sálugu. Bandarískir borgarar verði fyrir sams konar árásum og harðstjórar beiti gagnrýnendur sína og pólitíska andstæðinga. „Þeim sem velja hollustu við bandarísk gildi og tryggð við stjórnarskrána fram yfir trúmennsku við lyginn forseta og þá sem greiða götu hans er refsað,“ skrifar Vindman. Boðar Vindman að hann ætli sér að tjá sig um þjóðaröryggismál á sama tíma og hann sækir doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Johns Hopkins-háskóla á næstunni.
Donald Trump Bandaríkin Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8. júlí 2020 18:28
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45
Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15
Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15