Trump segist ætla að banna Tiktok Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 08:27 Merki Tiktok sem Bandaríkjastjórnar skoðar nú að gera útlægt frá Bandaríkjunum. Vísir/AP Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. Styr hefur staðið um myndbandsdeilisnjallforritið Tiktok undanfarnar vikur. Það hefur notið vaxandi vinsælda en áhyggjur af hafa verið af persónuupplýsingum notenda sem forritið safnar. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Trump sagði fréttamönnum í forsetaflugvél sinni í gær að ríkisstjórn hans ætlaði sér að banna miðilinn. Til þess ætlaði hann að nota neyðarheimildir eða forsetatilskipun. „Ég hef valdið. Það verður skrifað undir þetta á morgun,“ fullyrti forsetinn í gær. Fréttir hafa verið um áhuga bandarískra fyrirtækja eins og Microsoft á því að kaupa eða fjárfesta í Tiktok en Trump gaf lítið fyrir það, að sögn Washington Post. „Það eru nokkrir möguleikar en að er margt að gerast, þannig að við sjáum til hvað gerist. Við erum að skoða ýmsa möguleika hvað varðar Tiktok,“ sagði forsetinn. Tiktok tjáði sig ekki beint um hótanir Trump í gær en fyrirtækið sagðist í yfirlýsingu fullvisst um langtímastöðu sína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi undanfarin misseri. Stjórn Trump hefur þrýst á önnur vestræn ríki að útiloka kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá 5G-væðingu fjarskiptakerfa sinna. Þá ráku ríkin ræðismenn hvors annars úr landi eftir að Bandaríkjastjórn skipaði fyrst ræðismanni Kína í Houston að hafa sig á brott og vísaði til hugverkastuldar. Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. Styr hefur staðið um myndbandsdeilisnjallforritið Tiktok undanfarnar vikur. Það hefur notið vaxandi vinsælda en áhyggjur af hafa verið af persónuupplýsingum notenda sem forritið safnar. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Trump sagði fréttamönnum í forsetaflugvél sinni í gær að ríkisstjórn hans ætlaði sér að banna miðilinn. Til þess ætlaði hann að nota neyðarheimildir eða forsetatilskipun. „Ég hef valdið. Það verður skrifað undir þetta á morgun,“ fullyrti forsetinn í gær. Fréttir hafa verið um áhuga bandarískra fyrirtækja eins og Microsoft á því að kaupa eða fjárfesta í Tiktok en Trump gaf lítið fyrir það, að sögn Washington Post. „Það eru nokkrir möguleikar en að er margt að gerast, þannig að við sjáum til hvað gerist. Við erum að skoða ýmsa möguleika hvað varðar Tiktok,“ sagði forsetinn. Tiktok tjáði sig ekki beint um hótanir Trump í gær en fyrirtækið sagðist í yfirlýsingu fullvisst um langtímastöðu sína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi undanfarin misseri. Stjórn Trump hefur þrýst á önnur vestræn ríki að útiloka kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá 5G-væðingu fjarskiptakerfa sinna. Þá ráku ríkin ræðismenn hvors annars úr landi eftir að Bandaríkjastjórn skipaði fyrst ræðismanni Kína í Houston að hafa sig á brott og vísaði til hugverkastuldar.
Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04
Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50
Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36