Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 10:30 Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark í Pepsi Max-deildinni en spila þarf sex umferðir í viðbót til að liðið eigi möguleika á að verða Íslandsmeistari. VÍSIR/BÁRA Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira