Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 13:19 Kannanir benda til þess að Trump biði ósigur í kosningum í haust. Nú talar hann um að fresta kosningunum. EPA/Stefani Reynolds Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað þó að hann hafi ekki völd til þess. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. Póstatkvæði sem yfirvöld í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna vilja auðvelda fleiri kjósendum að nýta í forsetakosningunum til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins hefur lengi verið Trump þyrnir í augum. Forsetinn hefur haldið fram án sannana að póstatkvæðum muni fylgja stórfelld kosningasvik. Í tísti sínu í dag heggur Trump í sama knérunn og segir að forsetakosningarnar verði þær „ÓNÁKVÆMUSTU og SVIKSAMLEGUSTU“ í sögunni með póstatkvæðum fyrir alla. Þær eigi eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. „Fresta kosningunum þar til fólk getur kosið almenninglega, öruggt og hættulaust???“ tísti Bandaríkjaforseti. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Trump hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarið. Slæleg viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum og mótmælum vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hafa komið verulega niður á vinsældum hans. Mælist Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump í sumum könnunum á landsvísu. Biden hefur ítrekað varað við því að Trump gæti átt eftir að reyna að „stela“ kosningunum eða vefengja úrslitin og neita að víkja. Tíst Trump komu um stundarfjórðungi eftir að greint var frá því að hagkerfi Bandaríkjanna hefði dregist saman um 9,5% á öðru ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að taka saman slíkar hagtölur fyrir um sjötíu árum, að sögn Washington Post. Fordæmalaust er að forsetakosningum sé frestað í Bandaríkjunum. Þannig var forsetakosningum hvorki frestað í bandaríska borgarastríðinu né í síðari heimsstyrjöldinni. Never in American history not even during the Civil War and World War II--has there been a successful move to Delay the Election for President.— Michael Beschloss (@BeschlossDC) July 30, 2020 AP-fréttastofan segir að kveðið sé á um kjördag forsetakosninga, fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í nóvember, í alríkislögum. Honum verði ekki breytt nema með lagabreytingu á Bandaríkjaþingi. Þá geri stjórnarskrá ekki ráð fyrir neinum töfum á innsetningu nýs forseta sem á að fara fram 20. janúar árið 2021. Engar vísbendingar eru um að víðtæk kosningasvik fylgi póstatkvæðum þrátt fyrir fullyrðingar Trump forseta og sumra repúblikana. Í fimm ríkjum er aðeins kosið með póstatkvæðum og segjast þau hafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að tryggja að erlendir aðilar spilli kosningunum ekki. Kosningasérfræðingar segja að kosningasvindl sé almennt fátítt í Bandaríkjunum. Trump hefur engu að síður ítrekað hamrað á því að kosningarnar í haust verði á einhvern hátt „spilltar“ eða „sviksamlegar“. Utankjörfundaratkvæði eins og póstatkvæði séu helsta ógnin við endurkjör hans. Repúblikanaflokkurinn og forsetaframboð Trump hafa höfðað mál til þess að stöðva áform ríkja um að gera fleirum kleift að greiða atkvæði með pósti eða utankjörfundar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað þó að hann hafi ekki völd til þess. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. Póstatkvæði sem yfirvöld í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna vilja auðvelda fleiri kjósendum að nýta í forsetakosningunum til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins hefur lengi verið Trump þyrnir í augum. Forsetinn hefur haldið fram án sannana að póstatkvæðum muni fylgja stórfelld kosningasvik. Í tísti sínu í dag heggur Trump í sama knérunn og segir að forsetakosningarnar verði þær „ÓNÁKVÆMUSTU og SVIKSAMLEGUSTU“ í sögunni með póstatkvæðum fyrir alla. Þær eigi eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. „Fresta kosningunum þar til fólk getur kosið almenninglega, öruggt og hættulaust???“ tísti Bandaríkjaforseti. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Trump hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarið. Slæleg viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum og mótmælum vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hafa komið verulega niður á vinsældum hans. Mælist Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump í sumum könnunum á landsvísu. Biden hefur ítrekað varað við því að Trump gæti átt eftir að reyna að „stela“ kosningunum eða vefengja úrslitin og neita að víkja. Tíst Trump komu um stundarfjórðungi eftir að greint var frá því að hagkerfi Bandaríkjanna hefði dregist saman um 9,5% á öðru ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að taka saman slíkar hagtölur fyrir um sjötíu árum, að sögn Washington Post. Fordæmalaust er að forsetakosningum sé frestað í Bandaríkjunum. Þannig var forsetakosningum hvorki frestað í bandaríska borgarastríðinu né í síðari heimsstyrjöldinni. Never in American history not even during the Civil War and World War II--has there been a successful move to Delay the Election for President.— Michael Beschloss (@BeschlossDC) July 30, 2020 AP-fréttastofan segir að kveðið sé á um kjördag forsetakosninga, fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í nóvember, í alríkislögum. Honum verði ekki breytt nema með lagabreytingu á Bandaríkjaþingi. Þá geri stjórnarskrá ekki ráð fyrir neinum töfum á innsetningu nýs forseta sem á að fara fram 20. janúar árið 2021. Engar vísbendingar eru um að víðtæk kosningasvik fylgi póstatkvæðum þrátt fyrir fullyrðingar Trump forseta og sumra repúblikana. Í fimm ríkjum er aðeins kosið með póstatkvæðum og segjast þau hafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að tryggja að erlendir aðilar spilli kosningunum ekki. Kosningasérfræðingar segja að kosningasvindl sé almennt fátítt í Bandaríkjunum. Trump hefur engu að síður ítrekað hamrað á því að kosningarnar í haust verði á einhvern hátt „spilltar“ eða „sviksamlegar“. Utankjörfundaratkvæði eins og póstatkvæði séu helsta ógnin við endurkjör hans. Repúblikanaflokkurinn og forsetaframboð Trump hafa höfðað mál til þess að stöðva áform ríkja um að gera fleirum kleift að greiða atkvæði með pósti eða utankjörfundar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Sjá meira
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40