Fullkomin þrenna Ólafar, tveggja marka innkoma Gyðu og endurkoma ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 15:30 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnar þriðja marki sínu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. vísir/stöð 2 sport Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00
Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00
Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39
Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09
„Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57
Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30