Andri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik Einar Kárason skrifar 28. júlí 2020 20:57 Eyjastúlkur eru komnar með tvo sigra í röð. vísir/daníel Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“ Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30