Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 15:45 Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15
Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14