Dregið var í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í morgunsárið. Valsmenn mæta Íslendingaliði Holstebro en landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með félaginu. Hann gekk í raðir Holsebro frá GOG nú í sumar.
Alls mæta 30 lið til leiks í 1. umferð keppninnar sem er nokkuð óhefðbundin miðað við það sem gengur og gerist. Liðunum var skipt upp í tvo styrkleikaflokka ásamt því að þeim var skipt niður eftir hvar þau eru staðsett í Evrópu.
Var þetta gert til að lækka ferðakostnað ásamt því að handknattleikssamband Evrópu vildi að liðin myndu forðast löng og strembin ferðalög á meðan kórónufaraldurinn er enn jafn mikil vá og raun ber vitni.
The draw for the first qualification round of @ehfel_official.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 28, 2020
A lot of exciting head-ups like SKA - CSKA, Kristianstad - Arendal, Bjerringbro-Silkeborg - Melsungen, Skjern - Malmø and PAUC - Irún.#handball pic.twitter.com/ntd6bZcu0e
Valur var í neðri styrkleikaflokk á svæði tvö og gat því mætt Holsebro, Melsungen frá Þýskalandi, Arendal frá Noregi, Azoty-Pulawy frá Póllandi eða Malmö frá Svíþjóð.
Fór það svo að Holsebro kom upp úr hattinum og þar með ljóst að ferðalag Valsmanna gat ekki verið styttra.
Fyrstu leikir keppninnar fara fram í lok ágústmánaðar.