Íslenski boltinn

Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

„Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar.

„Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar.

Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu.

Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum.

Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum.

Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum.

„Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn.

„Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“

Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni].

„Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið  nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×