Hafdís best og vill vera þeim yngri fyrirmynd: Hef fundið að ég er ekki sú vinsælasta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 15:02 Hafdís Sigurðardóttir keppti á EM innanhúss í Glasgow í mars 2019 og varð í 16. sæti. vísir/epa Hafdís Sigurðardóttir hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir Ísland, jafnvel með rifinn liðþófa í hné, slegið lífseig Íslandsmet en líka þurft að sætta sig við að vera „einu kreditkorti“ frá sæti á Ólympíuleikum og vera utanveltu í íslenska landsliðinu. „Jæja, nú er Meistaramótið búið og hvað geri ég þá?“ spurði Hafdís sig í morgun. Þessi 33 ára Þingeyingur hefur verið í fararbroddi í frjálsum íþróttum hér á landi um langt árabil og er enn í fantaformi eins og hún sýndi um helgina. Hafdís vann þá besta afrek kvenna á Meistaramóti Íslands, á heimavelli sínum á Akureyri. Hafdís, sem á Íslandsmetin í langstökki og 60 metra hlaupi, stökk 6,25 metra þegar hún tryggði sér enn einn Íslandsmeistaratitilinn í langstökki í gær. Þetta var hennar fyrsta mót utanhúss í sumar en ef að stærsti draumurinn hefði ræst væri hún núna á Ólympíuleikunum í Tókýó. „COVID setti mín markmið alveg úr skorðum, hvað varðar Evrópumeistaramótið og Ólympíuleika. Ég vonaði því að það yrði haldið Meistaramót og stefndi á að ná einum Íslandsmeistaratitli í viðbót, og það hafðist. Leiðin þangað var þó grýtt því ég hef glímt við ökklameiðsli í 7-8 vikur, og hef bara getað æft eftir því hvernig fóturinn er hvern dag. Þetta kemur í kjölfarið á hléi vegna COVID. Ég hef því þurft að hvíla mig meira en ella og það kannski kom niður á árangrinum, en ég gerði bara mitt besta,“ segir Hafdís við Vísi. Hún segir framhaldið hjá sér algjörlega óráðið. Að drepast í hnénu en vann gull fyrir Ísland Hafdís eignaðist dóttur árið 2017 en sautján mánuðum síðar var hún mætt á EM innanhúss, í Glasgow. Hún var afar bjartsýn fyrir sumarið þegar hún hélt svo með íslenska landsiðinu á Smáþjóðaleika í Svartfjallalandi í maí sama ár. „Ég fór á Smáþjóðaleikana með miklar væntingar og vonir um góð afrek enda í frábæru formi. En í síðustu hraðaaukningunni í upphitun, áður en ég gekk inn á völlinn, gerðist eitthvað í hnénu mínu. Ég vissi ekki hvað það var en fór inn á völlinn og tók mín stökk, þó að ég væri gjörsamlega að drepast í hnénu. Ég vissi bara ekki hvað ég ætti að gera, komin alla þessa leið. Ég beit því bara á jaxlinn og átti mína bestu opnun frá upphafi – stökk 6,43 metra sem er mótsmet og tók gullið.“ VÍSIR/GETTY „Ég fór svo í myndatöku eftir að ég kom heim og þá var ég með illa rifinn liðþófa í hnénu. Ég var því bara stórslösuð þarna en fór þetta á einhverri hörku sem ég veit ekki hvar ég gróf upp. Ég fór svo í aðgerð á hnénu og þurfti að vinna mig út úr því, og byrjaði svo að keppa aftur í vetur.“ „Það var allt í toppstandi hjá mér og eftir að hafa náð svona stökki með rifinn liðþófa veltir maður fyrir sér hvað ég hefði getað stokkið langt ef ég hefði verið heil heilsu. Ég var komin í hrikalega flott form og sumarið var mjög stórt og bjart, en það endaði því miður svona snögglega.“ „Þetta er bara svo heimskulega lítið“ Hafdís segir erfitt að halda í markmiðið um að komast á Ólympíuleikana, sem frestað var til sumarsins 2021, ekki síður í ljósi þess að ekki er hægt að slá því föstu að þeir verði haldnir vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var hins vegar grátlega nálægt því að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016, þegar hún setti Íslandsmet á móti í Hollandi með 6,62 metra stökki. Átta sentímetrum lengra stökk hefði dugað til að komast á leikana, en það er eins og breiddin á greiðslukorti. „Þetta er bara svo heimskulega lítið. Maður skilur ekki af hverju þetta féll ekki með mér. Fram að þessu stökki hafði ég verið að eiga við nárameiðsli allt sumarið en getað haldið mér við. Ef ég hefði verið heil hefði ég alltaf flogið inn á Ólympíuleikana, en maður getur alltaf sagt svona.“ View this post on Instagram Competition time tomorrow! Reima á mig langstökksskóna á morgun, Meistaramót Íslands á heimavelli @martamariaab . . . . #competitiontime #competition #nationals #timetofly #longjump #longjumper #jumpingislife #jumpingmama #lovethissport #nanosupps #teamnanosupps #bætiefnabúllan #spraytaniceland #brooksrunning #brooks #runhappy @faeturtoga @baetiefnabullan @spraytaniceland A post shared by Hafdís Sigurdardóttir (@disasig) on Jul 25, 2020 at 3:18am PDT „Svona fór þetta bara, en þess vegna eltist ég aftur við þennan ólympíudraum. Núna er búið að setja manni stólinn fyrir dyrnar aftur [vegna COVID]. Það er bara greinilega ekki mitt að fá að fara á Ólympíuleika. Ég hef þó gert ýmislegt annað, farið á EM ansi oft og sett Íslandsmet, og get verið þakklát fyrir allt sem ég er búin að gera í sportinu.“ Farin að hugsa um fleira en langstökk Hafdís hlær þegar blaðamaður bendir henni á að hún tali eins og skórnir séu komnir á hilluna. Hún segist reyndar seint koma til með að hætta að fara út á völl að hreyfa sig en mun hún halda áfram að keppa og stefna á stórmót? „Þetta er erfið spurning. Ég var eiginlega búin að gefa út að ég myndi klára þetta sumar, reyna einu sinni enn að komast á Ólympíuleika og EM, og taka mér svo aðra pásu. En það er allt opið enn þá. Maður veit ekki hvað þessi veira gerir, og hvort við fáum að fara eitthvað út að keppa. Ég er orðin 33 ára, langar í fleiri börn og svona, svo maður er alveg að hugsa um fleira en að stökkva langstökk. Það væri pínu súrt að leggja svona mikið á sig aftur ef ekki yrði af stórmótum á næsta ári,“ segir Hafdís. Niðurdrepandi viðmót í Boganum Þjálfari hennar, Guðmundur Hólmar Jónsson, er búsettur á Hvammstanga og Hafdís þarf því að reiða sig nær algjörlega á sjálfa sig. Hún bendir á að yfir veturinn sé ekki sérlega heillandi að æfa frjálsar íþróttir á Akureyri: „Það er alveg einmanalegt hérna fyrir norðan, ég viðurkenni það. Ef ég að vera alveg hreinskilin þá er æfingaaðstaðan hér á veturna eitt af því sem mér finnst mest fráhrindandi við að halda áfram að æfa. Það að vera inni í Boganum er bara skelfilegt – mjög niðurdrepandi. Við erum þarna inni í fótboltahúsi og fáum okkar fjórar brautir, stundum. Annars er fótboltinn alls ráðandi þarna og lítið um tillit til okkar. Maður finnur nánast ekki að maður sé velkominn.“ Allt of oft sem að efnilegir krakkar hætta um tvítugt Þó að aðstaðan yfir veturinn mætti vera betri skaraði Hafdís fram úr á Meistaramótinu í samanburði við þær frjálsíþróttakonur sem njóta betri innanhússaðstöðu í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðspurð hvort það felist í því áfellisdómur fyrir yngri iðkendur, að hún geti mætt 33 ára gömul og hálfmeidd en samt unnið besta afrek kvenna um helgina, svarar Hafdís: „Ég vona bara að ég sé fyrirmynd fyrir yngri keppendur, sem sjá að það er hægt að halda áfram þó að maður sé kominn yfir þrítugt, eigi barn og hafi kannski ekki alltaf tímann til að mæta á æfingu. Þetta er erfitt en það er alveg hægt að gera þetta. Það er allt of oft sem að maður sér unga og efnilega krakka hætta um tvítugt, eða rétt rúmlega það, á meðan að ég fór ekki að skína mjög skært fyrr en ég var komin yfir 25 ára aldur.“ View this post on Instagram Vann gull í langstökki á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti mótsmet í leiðinni, 6.42m. @fjolasigny . . . . #trackandfield #longjump #longjumper #jumpingmama #montenegro #gsse2019 #gold #goldmedal #iceland #icelandathletics #brooksrunning A post shared by Hafdís Sigurdardóttir (@disasig) on Jun 5, 2019 at 2:15pm PDT Ein frá Akureyri og féll ekki alltaf inn í hópinn „Það er samt ískalt á toppnum, þó að það sé fallegt þar,“ segir Hafdís, og gerir blaðamann hálfvegis kjaftstopp. Upp úr kafinu kemur að í verkefnum með íslenska landsliðinu hefur Hafdísi stundum fundist hún vera utanveltu. Þar gæti spilað inn í að með fjölhæfni sinni og getu hefur hún fengið að keppa í fjölda greina fyrir landsliðið, auðvitað á kostnað annarra sem ekki hafa haft sömu hæfileika. „Ég hef alveg fundið fyrir því að ég er kannski ekki vinsælasta manneskjan á vellinum og að fólk nenni kannski ekki að tala við mig eða eitthvað. Að ég sé yfir aðra hafin, sem er svo kolrangt að maður hefur liggur við grátið sig í svefn yfir því að maður sé ekki nógu góður fyrir aðra. Þetta er einstaklingsíþrótt og allt það, en þetta er erfitt þegar maður reynir að falla inn í hópinn. Ég kem alein frá Akureyri suður í hóp þar sem að allir þekkjast vel, og maður féll ekki alltaf inn í hópinn.“ „Ég hélt að það væri kannski af því að ég væri að vinna aðrar á þessum íslensku mótum. Ég var stundum valin í landsliðið til að keppa í 100, 200 og 400 metra hlaupi, langstökki, þrístökki og boðhlaupum, allt á tveggja daga mótum. Kannski fannst fólki það eitthvað ósanngjarnt, að ég fengi að keppa í fjöldanum öllum af greinum, en á þessum tíma var ég bara fljótust og stökk lengst. En tímarnir eru breyttir og ég ákvað að einbeita mér bara að einni grein,“ segir Hafdís sem hefur aðallega nýtt hraða sinn í langstökk síðustu ár og hefur enn yfirburði á því sviði hér á landi eins og hún sýndi glögglega um helgina. Frjálsar íþróttir Akureyri Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 16:15 Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á fyrri keppnisdegi Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. 25. júlí 2020 16:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir Ísland, jafnvel með rifinn liðþófa í hné, slegið lífseig Íslandsmet en líka þurft að sætta sig við að vera „einu kreditkorti“ frá sæti á Ólympíuleikum og vera utanveltu í íslenska landsliðinu. „Jæja, nú er Meistaramótið búið og hvað geri ég þá?“ spurði Hafdís sig í morgun. Þessi 33 ára Þingeyingur hefur verið í fararbroddi í frjálsum íþróttum hér á landi um langt árabil og er enn í fantaformi eins og hún sýndi um helgina. Hafdís vann þá besta afrek kvenna á Meistaramóti Íslands, á heimavelli sínum á Akureyri. Hafdís, sem á Íslandsmetin í langstökki og 60 metra hlaupi, stökk 6,25 metra þegar hún tryggði sér enn einn Íslandsmeistaratitilinn í langstökki í gær. Þetta var hennar fyrsta mót utanhúss í sumar en ef að stærsti draumurinn hefði ræst væri hún núna á Ólympíuleikunum í Tókýó. „COVID setti mín markmið alveg úr skorðum, hvað varðar Evrópumeistaramótið og Ólympíuleika. Ég vonaði því að það yrði haldið Meistaramót og stefndi á að ná einum Íslandsmeistaratitli í viðbót, og það hafðist. Leiðin þangað var þó grýtt því ég hef glímt við ökklameiðsli í 7-8 vikur, og hef bara getað æft eftir því hvernig fóturinn er hvern dag. Þetta kemur í kjölfarið á hléi vegna COVID. Ég hef því þurft að hvíla mig meira en ella og það kannski kom niður á árangrinum, en ég gerði bara mitt besta,“ segir Hafdís við Vísi. Hún segir framhaldið hjá sér algjörlega óráðið. Að drepast í hnénu en vann gull fyrir Ísland Hafdís eignaðist dóttur árið 2017 en sautján mánuðum síðar var hún mætt á EM innanhúss, í Glasgow. Hún var afar bjartsýn fyrir sumarið þegar hún hélt svo með íslenska landsiðinu á Smáþjóðaleika í Svartfjallalandi í maí sama ár. „Ég fór á Smáþjóðaleikana með miklar væntingar og vonir um góð afrek enda í frábæru formi. En í síðustu hraðaaukningunni í upphitun, áður en ég gekk inn á völlinn, gerðist eitthvað í hnénu mínu. Ég vissi ekki hvað það var en fór inn á völlinn og tók mín stökk, þó að ég væri gjörsamlega að drepast í hnénu. Ég vissi bara ekki hvað ég ætti að gera, komin alla þessa leið. Ég beit því bara á jaxlinn og átti mína bestu opnun frá upphafi – stökk 6,43 metra sem er mótsmet og tók gullið.“ VÍSIR/GETTY „Ég fór svo í myndatöku eftir að ég kom heim og þá var ég með illa rifinn liðþófa í hnénu. Ég var því bara stórslösuð þarna en fór þetta á einhverri hörku sem ég veit ekki hvar ég gróf upp. Ég fór svo í aðgerð á hnénu og þurfti að vinna mig út úr því, og byrjaði svo að keppa aftur í vetur.“ „Það var allt í toppstandi hjá mér og eftir að hafa náð svona stökki með rifinn liðþófa veltir maður fyrir sér hvað ég hefði getað stokkið langt ef ég hefði verið heil heilsu. Ég var komin í hrikalega flott form og sumarið var mjög stórt og bjart, en það endaði því miður svona snögglega.“ „Þetta er bara svo heimskulega lítið“ Hafdís segir erfitt að halda í markmiðið um að komast á Ólympíuleikana, sem frestað var til sumarsins 2021, ekki síður í ljósi þess að ekki er hægt að slá því föstu að þeir verði haldnir vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var hins vegar grátlega nálægt því að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016, þegar hún setti Íslandsmet á móti í Hollandi með 6,62 metra stökki. Átta sentímetrum lengra stökk hefði dugað til að komast á leikana, en það er eins og breiddin á greiðslukorti. „Þetta er bara svo heimskulega lítið. Maður skilur ekki af hverju þetta féll ekki með mér. Fram að þessu stökki hafði ég verið að eiga við nárameiðsli allt sumarið en getað haldið mér við. Ef ég hefði verið heil hefði ég alltaf flogið inn á Ólympíuleikana, en maður getur alltaf sagt svona.“ View this post on Instagram Competition time tomorrow! Reima á mig langstökksskóna á morgun, Meistaramót Íslands á heimavelli @martamariaab . . . . #competitiontime #competition #nationals #timetofly #longjump #longjumper #jumpingislife #jumpingmama #lovethissport #nanosupps #teamnanosupps #bætiefnabúllan #spraytaniceland #brooksrunning #brooks #runhappy @faeturtoga @baetiefnabullan @spraytaniceland A post shared by Hafdís Sigurdardóttir (@disasig) on Jul 25, 2020 at 3:18am PDT „Svona fór þetta bara, en þess vegna eltist ég aftur við þennan ólympíudraum. Núna er búið að setja manni stólinn fyrir dyrnar aftur [vegna COVID]. Það er bara greinilega ekki mitt að fá að fara á Ólympíuleika. Ég hef þó gert ýmislegt annað, farið á EM ansi oft og sett Íslandsmet, og get verið þakklát fyrir allt sem ég er búin að gera í sportinu.“ Farin að hugsa um fleira en langstökk Hafdís hlær þegar blaðamaður bendir henni á að hún tali eins og skórnir séu komnir á hilluna. Hún segist reyndar seint koma til með að hætta að fara út á völl að hreyfa sig en mun hún halda áfram að keppa og stefna á stórmót? „Þetta er erfið spurning. Ég var eiginlega búin að gefa út að ég myndi klára þetta sumar, reyna einu sinni enn að komast á Ólympíuleika og EM, og taka mér svo aðra pásu. En það er allt opið enn þá. Maður veit ekki hvað þessi veira gerir, og hvort við fáum að fara eitthvað út að keppa. Ég er orðin 33 ára, langar í fleiri börn og svona, svo maður er alveg að hugsa um fleira en að stökkva langstökk. Það væri pínu súrt að leggja svona mikið á sig aftur ef ekki yrði af stórmótum á næsta ári,“ segir Hafdís. Niðurdrepandi viðmót í Boganum Þjálfari hennar, Guðmundur Hólmar Jónsson, er búsettur á Hvammstanga og Hafdís þarf því að reiða sig nær algjörlega á sjálfa sig. Hún bendir á að yfir veturinn sé ekki sérlega heillandi að æfa frjálsar íþróttir á Akureyri: „Það er alveg einmanalegt hérna fyrir norðan, ég viðurkenni það. Ef ég að vera alveg hreinskilin þá er æfingaaðstaðan hér á veturna eitt af því sem mér finnst mest fráhrindandi við að halda áfram að æfa. Það að vera inni í Boganum er bara skelfilegt – mjög niðurdrepandi. Við erum þarna inni í fótboltahúsi og fáum okkar fjórar brautir, stundum. Annars er fótboltinn alls ráðandi þarna og lítið um tillit til okkar. Maður finnur nánast ekki að maður sé velkominn.“ Allt of oft sem að efnilegir krakkar hætta um tvítugt Þó að aðstaðan yfir veturinn mætti vera betri skaraði Hafdís fram úr á Meistaramótinu í samanburði við þær frjálsíþróttakonur sem njóta betri innanhússaðstöðu í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðspurð hvort það felist í því áfellisdómur fyrir yngri iðkendur, að hún geti mætt 33 ára gömul og hálfmeidd en samt unnið besta afrek kvenna um helgina, svarar Hafdís: „Ég vona bara að ég sé fyrirmynd fyrir yngri keppendur, sem sjá að það er hægt að halda áfram þó að maður sé kominn yfir þrítugt, eigi barn og hafi kannski ekki alltaf tímann til að mæta á æfingu. Þetta er erfitt en það er alveg hægt að gera þetta. Það er allt of oft sem að maður sér unga og efnilega krakka hætta um tvítugt, eða rétt rúmlega það, á meðan að ég fór ekki að skína mjög skært fyrr en ég var komin yfir 25 ára aldur.“ View this post on Instagram Vann gull í langstökki á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti mótsmet í leiðinni, 6.42m. @fjolasigny . . . . #trackandfield #longjump #longjumper #jumpingmama #montenegro #gsse2019 #gold #goldmedal #iceland #icelandathletics #brooksrunning A post shared by Hafdís Sigurdardóttir (@disasig) on Jun 5, 2019 at 2:15pm PDT Ein frá Akureyri og féll ekki alltaf inn í hópinn „Það er samt ískalt á toppnum, þó að það sé fallegt þar,“ segir Hafdís, og gerir blaðamann hálfvegis kjaftstopp. Upp úr kafinu kemur að í verkefnum með íslenska landsliðinu hefur Hafdísi stundum fundist hún vera utanveltu. Þar gæti spilað inn í að með fjölhæfni sinni og getu hefur hún fengið að keppa í fjölda greina fyrir landsliðið, auðvitað á kostnað annarra sem ekki hafa haft sömu hæfileika. „Ég hef alveg fundið fyrir því að ég er kannski ekki vinsælasta manneskjan á vellinum og að fólk nenni kannski ekki að tala við mig eða eitthvað. Að ég sé yfir aðra hafin, sem er svo kolrangt að maður hefur liggur við grátið sig í svefn yfir því að maður sé ekki nógu góður fyrir aðra. Þetta er einstaklingsíþrótt og allt það, en þetta er erfitt þegar maður reynir að falla inn í hópinn. Ég kem alein frá Akureyri suður í hóp þar sem að allir þekkjast vel, og maður féll ekki alltaf inn í hópinn.“ „Ég hélt að það væri kannski af því að ég væri að vinna aðrar á þessum íslensku mótum. Ég var stundum valin í landsliðið til að keppa í 100, 200 og 400 metra hlaupi, langstökki, þrístökki og boðhlaupum, allt á tveggja daga mótum. Kannski fannst fólki það eitthvað ósanngjarnt, að ég fengi að keppa í fjöldanum öllum af greinum, en á þessum tíma var ég bara fljótust og stökk lengst. En tímarnir eru breyttir og ég ákvað að einbeita mér bara að einni grein,“ segir Hafdís sem hefur aðallega nýtt hraða sinn í langstökk síðustu ár og hefur enn yfirburði á því sviði hér á landi eins og hún sýndi glögglega um helgina.
Frjálsar íþróttir Akureyri Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 16:15 Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á fyrri keppnisdegi Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. 25. júlí 2020 16:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 16:15
Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á fyrri keppnisdegi Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. 25. júlí 2020 16:30