Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 14:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hundrað daga til að bæta stöðu sína. EPA/Stefani Reynolds Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira