Hjörvar í sjokki yfir markvörðunum og lyfti gula spjaldinu: „Tómt bull og bras“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:15 Hjörvar Hafliðason neyddist til að fara í vasann og ná í gula spjaldið, til að áminna markverði landsins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00
Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30