Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 20:00 Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira