„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 06:30 Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttu við Brynjólf Andersen Willumsson í Kórnum í gærkvöld. VÍSIR/DANÍEL „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur. Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Sjá meira
„Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur.
Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Sjá meira
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15