Heimir: Óli Kalli gæti farið í næsta glugga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:00 Túfa (aðstoðarþjálfari Vals) og Heimir Guðjónsson. Vísir/Sigurjón Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti