Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 20:50 Eyjólfur skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30
Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55