Mynduðu hnetti á braut um stjörnu sem líkist sólinni í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 13:17 Móðurstjarnan TYC 8998-760-1 er í efra vinstra horni myndarinnar og gasrisarnir tveir sjást á miðju hennar og í neðra hægra horni. ESO/Bohn og fleiri Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent