Mynduðu hnetti á braut um stjörnu sem líkist sólinni í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 13:17 Móðurstjarnan TYC 8998-760-1 er í efra vinstra horni myndarinnar og gasrisarnir tveir sjást á miðju hennar og í neðra hægra horni. ESO/Bohn og fleiri Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira