Leiknir R. á toppinn eftir sigur á lærisveinum Gaua Þórðar | Samantekt kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 21:30 Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði fyrir Leikni í kvöld. mynd/leiknir Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira