Afla gagna úr myndavélum og símkerfum fyrir leitina Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 11:54 Lýst var eftir Ílónu um miðnætti. Vísir/vilhelm/lögreglan Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112. Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Sjá meira
Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112.
Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Sjá meira
Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43