Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:05 Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið afar ógeðfelld skilaboð eftir ummæli sín um Raufarhöfn og Kópasker. Instagram Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Líkt og Vísir greindi frá í vikunni baðst Leikhópurinn Lotta afsökunar á færslu Þórdísar, en hún er meðlimur í leikhópnum sem ferðast nú um landið til þess að sýna sýningu hópsins um Bakkabræður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórdís hefði fengið nokkur einkaskilaboð sem innihéldu grófar hótanir. Meðal annars sagðist einn vita hvar hún ætti heima og að hún ætti að vera hrædd. Þórdís hyggst kæra skilaboðin til lögreglu. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir Þórdísi að hún sé ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en hótanirnar sem hafi fylgt þessu máli séu viðbjóðslegar. Það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi sent þær undir sínu rétta nafni.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira