Innlent

Kólnar á Norður- og Austur­landi

Sylvía Hall skrifar
Það er kaldara veður í kortunum fyrir norðan.
Það er kaldara veður í kortunum fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Ágætis veður verður á landinu í dag, fremur hægur vindur eða hafgola. Þá er spáð skúrum norðaustantil á landinu í dag sem og í öðrum landshlutum og verður hiti á bilinu 9 til 16 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast má við kólnandi veðri á Norður- og Austurlandi á morgun. Spáð er norðaustan golu eða kalda með skúrum eða lítilsháttar rigningu, en þó þurrt vestanlands.

Áframhaldandi norðaustanátt er spáð á föstudag með smá vætu við norðurströndina. Þá má búast við stöku skúrum sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s. Bjart með köflum V-lands, en dálítil rigning eða skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, en 5 til 10 á N- og A-landi.

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari á S- og SA-landi. Skýjað á landinu og stöku skúrir sunnantil, en dálítil rigning við norðurströndina. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-lands.

Á laugardag:

Norðaustanátt og súld eða rigning með köflum um landið N- og A-vert. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag:

Norðaustanátt og úrkomulítið, en líklega rigning í fyrstu SV-lands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Norðanátt og dálítil rigning NA-lands, en léttskýjað á S- og V-landi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðvestanátt með björtu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×