Björgunarsveitir leituðu að Ílónu í nótt Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 06:36 Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitarinnar. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur í nótt. Drónar eru notaðir við leitina og fer björgunarfólk um svæðið gangandi og á bílum, en Ílóna er talin hafa verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV um leitina þar sem rætt er við Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóra á Akureyri. Hann segir leitina hafa hafist á miðnætti og hún hafi staðið yfir í nótt, en hlé var gert á sjötta tímanum í morgun til þess að fara yfir stöðu mála og gefa leitarfólki hvíld. Leit mun hefjast aftur nú í morgunsárið en lögregla biðlar til fólks sem ferðaðist á milli Akureyrar og Húsavíkur að íhuga hvort það muni eftir því að hafa séð Ílónu milli 19:20 og 21:00 á þriðjudagskvöld. Hún er búsett á Akureyri en vísbendingar eru um að hún hafi verið á leið til Húsavíkur þetta kvöld. Líkt og áður sagði fer leit fram úr lofti og á landi en björgunarsveitirnar sem taka þátt í leitinni eru meðal annars frá Siglufirði og Húsavík. Lögreglan á Norðurlandri eystra lýsti eftir Ílónu skömmu eftir miðnætti. Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Lögreglumál Björgunarsveitir Akureyri Norðurþing Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur í nótt. Drónar eru notaðir við leitina og fer björgunarfólk um svæðið gangandi og á bílum, en Ílóna er talin hafa verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV um leitina þar sem rætt er við Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóra á Akureyri. Hann segir leitina hafa hafist á miðnætti og hún hafi staðið yfir í nótt, en hlé var gert á sjötta tímanum í morgun til þess að fara yfir stöðu mála og gefa leitarfólki hvíld. Leit mun hefjast aftur nú í morgunsárið en lögregla biðlar til fólks sem ferðaðist á milli Akureyrar og Húsavíkur að íhuga hvort það muni eftir því að hafa séð Ílónu milli 19:20 og 21:00 á þriðjudagskvöld. Hún er búsett á Akureyri en vísbendingar eru um að hún hafi verið á leið til Húsavíkur þetta kvöld. Líkt og áður sagði fer leit fram úr lofti og á landi en björgunarsveitirnar sem taka þátt í leitinni eru meðal annars frá Siglufirði og Húsavík. Lögreglan á Norðurlandri eystra lýsti eftir Ílónu skömmu eftir miðnætti. Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Lögreglumál Björgunarsveitir Akureyri Norðurþing Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira