Innlent

Ónáðaði íbúa í fjölbýlishúsi

Sylvía Hall skrifar
Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi.
Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð út vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem hélt vöku fyrir íbúum fjölbýlishúss í Grafarvogi. Er hann sagður hafa verið að ónáða íbúa og var hann vistaður í fangageymslu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá þurfti lögregla að bregðast við vegna manns sem gekk um miðbæ Reykjavíkur með spýtu á lofti. Var hann undir miklum áhrifum vegna fíkniefnaneyslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Önnur tilkynning barst lögreglu vegna manns sem hafði verið að sprauta sig með fíkniefnum í miðbænum.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og var annar þeirra með fíkniefni meðferðis.

Tvær tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum, önnur á Seltjarnarnesi en hin í Grafarholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×