Svarti föstudagur með breyttu sniði hjá Walmart í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:21 Svarti föstudagur hefur iðulega verið vel sóttur í verslunum Walmart undanfarin ár. Joshua Lott/Getty Verslunarkeðjan Walmart mun loka verslunum sínum á Þakkargjörðardaginn í ár og þar með fresta opnun hins alræmda útsöludags, Svarta föstudags (e. Black Friday). Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlega ár hvert í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvember mánaðar en daginn eftir er Svarti föstudagur svokallaður, en þá eru iðulega miklar útsölur í verslunum vestanhafs. Þetta tilkynnti Walmart í dag en það hefur verið áralöng hefð hjá verslunarkeðjunni að bjóða upp á miklar útsölur, Svarta föstudag, ár hvert og hafa útsölurnar alla jafnan hafist að kvöldi Þakkargjörðardags hjá Walmart. Walmart hefur undanfarin ár opnað verslanir sínar á venjulegum opnunartíma á Þakkargjörðardaginn og lokað þeim hluta verslananna sem geyma útsöluvarninginn þar til Svarta föstudags salan hefst um kvöldið. Í fyrra hófst útsalan hjá Walmart klukkan 6 að kvöldi Þakkargjörðardags. Útsalan dregur vanalega til sín fjölda fólks enda um mikil tilboð að ræða. Undanfarin ár hefur Walmart verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa verslanir sínar opnar á Þakkargjörðardaginn og leyfa þar með starfsmönnum sínum ekki að njóta hátíðarinnar með fjölskyldum sínum. Fjöldinn allur af verslunum hefur á undanförnum árum lokað verslunum sínum á Þakkargjörðardaginn. Í tilkynningu frá Walmart segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma til móts við starfsmenn verslunarkeðjunnar svo að þeir geti varið hátíðinni með sínum nánustu. Bandaríkin Verslun Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Verslunarkeðjan Walmart mun loka verslunum sínum á Þakkargjörðardaginn í ár og þar með fresta opnun hins alræmda útsöludags, Svarta föstudags (e. Black Friday). Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlega ár hvert í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvember mánaðar en daginn eftir er Svarti föstudagur svokallaður, en þá eru iðulega miklar útsölur í verslunum vestanhafs. Þetta tilkynnti Walmart í dag en það hefur verið áralöng hefð hjá verslunarkeðjunni að bjóða upp á miklar útsölur, Svarta föstudag, ár hvert og hafa útsölurnar alla jafnan hafist að kvöldi Þakkargjörðardags hjá Walmart. Walmart hefur undanfarin ár opnað verslanir sínar á venjulegum opnunartíma á Þakkargjörðardaginn og lokað þeim hluta verslananna sem geyma útsöluvarninginn þar til Svarta föstudags salan hefst um kvöldið. Í fyrra hófst útsalan hjá Walmart klukkan 6 að kvöldi Þakkargjörðardags. Útsalan dregur vanalega til sín fjölda fólks enda um mikil tilboð að ræða. Undanfarin ár hefur Walmart verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa verslanir sínar opnar á Þakkargjörðardaginn og leyfa þar með starfsmönnum sínum ekki að njóta hátíðarinnar með fjölskyldum sínum. Fjöldinn allur af verslunum hefur á undanförnum árum lokað verslunum sínum á Þakkargjörðardaginn. Í tilkynningu frá Walmart segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma til móts við starfsmenn verslunarkeðjunnar svo að þeir geti varið hátíðinni með sínum nánustu.
Bandaríkin Verslun Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira