Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Thomas Mikkelsen lá eftir í teignum eftir baráttu við Sebastian Hedlund en ekkert var dæmt. MYND/STÖÐ 2 SPORT Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals
Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15