Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:25 Ísbjörn á veiðum á hafís norður af Svalbarða. Hop hafíssins þýðir að erfiðara verður fyrir birnina að leita sér að fæðu. Þær breytingar sem stefnir í að verði á jörðinni fyrir lok aldarinnar gætu leitt til þess að birnirnir svelti. Vísir/Getty Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú. Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú.
Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent