Innlent

Þrjú virk smit bætast við

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimað hefur verið við landamærin frá 15. júní.
Skimað hefur verið við landamærin frá 15. júní. Vísir/vilhelm

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við skimun á landamærum síðasta sólarhringinn. Þá virðist sem tveir þeirra sem biðu mótefnamælingar í gær hafi reynst með virkt smit en átta eru nú í einangrun með veiruna á landinu. Virkum smitum fjölgar þannig um þrjú milli daga.

1.229 sýni voru greind síðasta sólarhringinn, þar af 39 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Frá og með 15. júní hafa 45.749 einstaklingar farið í sýnatöku á landamærunum. Þar af hafa 18 reynst smitandi. Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðan 2. júlí.

Alls eru nú 84 í sóttkví á landinu og frá upphafi faraldurs hafa 1.839 greinst með veiruna. 1.815 er batnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×