Fær 2,3 milljónir í bætur fyrir „augnabliks aðgæsluleysi“ við gúmmípressu Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 11:26 Maðurinn var handtekinn við Lækjartorg, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur stendur. VÍSIR/VALLI Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf. bæri ábyrgð á vinnuslysi starfsmanns sem varð 3. september 2012 og því bæri TM að greiða manninum 2.307.405 krónur í bætur vegna slyssins sem varð til varanlegrar örorku mannsins. Málsatvik voru á þá leið að við framleiðslu á pressuhjólum úr gúmmíi, ætluðu netabátum, festist 48 kílógramma mót í gúmmípressu sem notuð er við framleiðsluna. Þegar starfsmaðurinn hugðist losa mótið frá pressunni féll það niður á fingur hans og brotnaði fjærkúka litla fingurs vinstri handar. Líkamstjón hans er varanlegt og hefur hann verið metinn til fimm stiga varanlegs miska og 3% varanlega örorku. Taldi maðurinn að pressan hafi verið vanbúin og ætti hann því rétt á bótum vegna slyssins. Pressan hafi verið keypt notuð árið 1996 og væri ekki CE merkt. Dóminn má í heild sinni lesa hér. Samkvæmt lýsingu vitnis á atburðinum var starfsmaðurinn að vinna við pressuna með heyrnarskjól á höfðinu og farsíma undir öðru skjólinu. Hann hafi þá tekið í stjórnstöng pressunnar til þess að láta neðra plan hennar síga. Hafi hann þá tekið í handfang á mótinu með hægri hendi en tekið einhvern veginn fyrir neðan handfangið með vinstri hendi. „Hætti neðra planið að síga þegar stjórnstönginni fyrir það er sleppt þannig að neðra planið hafi ekki verið komið alveg niður en nóg til þess að þegar mótið hafi losnað hafi það skollið á litla fingur vinstri handar sem hafi orðið á milli mótsins og neðra plansins. Allan tímann hafi stefnandi verið í símanum,“ sagði í dómnum og bætti vitnið við að hann teldi ástæðu þess að mótið hafi fests að hvorki hafi verið borið silíkon inn í mótið né á planið. Einföld og ódýr aðferð til að koma í veg fyrir slys Gúmmísteypan keypti tryggingar sínar hjá TM og taldi tryggingafélagið að því bæri ekki skylda til að greiða bætur vegna vinnuslyssins og byggði á því að starfsmaðurinn hafi ekki farið eftir verklagsreglum. Pressan hafi verið í notkun í sextán ár á þeim tíma sem slysið varð og hafi áfallalaust framleitt yfir 3000 samskonar hjól. Þá hafi sá slasaði einfaldlega beitt rangri aðferð við að losa mótið frá pressunni auk þess að hafa verið að tala í símann á meðan slysið varð. Stefndi hefði átt að stöðva neðra plan pressunnar örfáa sentimetra frá efra plani á meðal mótið væri losað. Dómurinn taldi að ekki væri hægt að leggja framburð vitnisins til grundvallar þar sem hann hafði einbeitingu á verkinu sem hann var að vinna þegar slysið varð. Vissulega hefði því verklagi sem TM byggir á ekki verið beitt en dómurinn taldi ekki sannað að manninum hafi verið kenndur þessi þáttur verklagsins til að draga úr hættu á slysum. „Með einfaldri og ódýrri aðferð hefði mátt bæta verklagið sem var beitt við pressuna þegar pressuhjól voru steypt þannig að atvik sem þessi væru útilokuð. Sama verklag hafði engu að síður verið notað við pressunar í 16 ár,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þegar þetta áralanga aðgerðaleysi vinnuveitandans er borið saman við augnabliks aðgæsluleysi stefnanda telur dómurinn það ekki verða metið stefnanda til stórfellds gáleysis að hafa verið að reyna að losa mótið með hægri hendi án þess að hafa náð að taka utan um vinstra handfangið á mótinu.“ Af þeim sökum bæri vinnuveitandinn ábyrgð á slysinu og því ætti TM að borga manninum bætur að andvirði 2.307.405 kr. Dómsmál Tryggingar Reykjavík Vinnuslys Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf. bæri ábyrgð á vinnuslysi starfsmanns sem varð 3. september 2012 og því bæri TM að greiða manninum 2.307.405 krónur í bætur vegna slyssins sem varð til varanlegrar örorku mannsins. Málsatvik voru á þá leið að við framleiðslu á pressuhjólum úr gúmmíi, ætluðu netabátum, festist 48 kílógramma mót í gúmmípressu sem notuð er við framleiðsluna. Þegar starfsmaðurinn hugðist losa mótið frá pressunni féll það niður á fingur hans og brotnaði fjærkúka litla fingurs vinstri handar. Líkamstjón hans er varanlegt og hefur hann verið metinn til fimm stiga varanlegs miska og 3% varanlega örorku. Taldi maðurinn að pressan hafi verið vanbúin og ætti hann því rétt á bótum vegna slyssins. Pressan hafi verið keypt notuð árið 1996 og væri ekki CE merkt. Dóminn má í heild sinni lesa hér. Samkvæmt lýsingu vitnis á atburðinum var starfsmaðurinn að vinna við pressuna með heyrnarskjól á höfðinu og farsíma undir öðru skjólinu. Hann hafi þá tekið í stjórnstöng pressunnar til þess að láta neðra plan hennar síga. Hafi hann þá tekið í handfang á mótinu með hægri hendi en tekið einhvern veginn fyrir neðan handfangið með vinstri hendi. „Hætti neðra planið að síga þegar stjórnstönginni fyrir það er sleppt þannig að neðra planið hafi ekki verið komið alveg niður en nóg til þess að þegar mótið hafi losnað hafi það skollið á litla fingur vinstri handar sem hafi orðið á milli mótsins og neðra plansins. Allan tímann hafi stefnandi verið í símanum,“ sagði í dómnum og bætti vitnið við að hann teldi ástæðu þess að mótið hafi fests að hvorki hafi verið borið silíkon inn í mótið né á planið. Einföld og ódýr aðferð til að koma í veg fyrir slys Gúmmísteypan keypti tryggingar sínar hjá TM og taldi tryggingafélagið að því bæri ekki skylda til að greiða bætur vegna vinnuslyssins og byggði á því að starfsmaðurinn hafi ekki farið eftir verklagsreglum. Pressan hafi verið í notkun í sextán ár á þeim tíma sem slysið varð og hafi áfallalaust framleitt yfir 3000 samskonar hjól. Þá hafi sá slasaði einfaldlega beitt rangri aðferð við að losa mótið frá pressunni auk þess að hafa verið að tala í símann á meðan slysið varð. Stefndi hefði átt að stöðva neðra plan pressunnar örfáa sentimetra frá efra plani á meðal mótið væri losað. Dómurinn taldi að ekki væri hægt að leggja framburð vitnisins til grundvallar þar sem hann hafði einbeitingu á verkinu sem hann var að vinna þegar slysið varð. Vissulega hefði því verklagi sem TM byggir á ekki verið beitt en dómurinn taldi ekki sannað að manninum hafi verið kenndur þessi þáttur verklagsins til að draga úr hættu á slysum. „Með einfaldri og ódýrri aðferð hefði mátt bæta verklagið sem var beitt við pressuna þegar pressuhjól voru steypt þannig að atvik sem þessi væru útilokuð. Sama verklag hafði engu að síður verið notað við pressunar í 16 ár,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þegar þetta áralanga aðgerðaleysi vinnuveitandans er borið saman við augnabliks aðgæsluleysi stefnanda telur dómurinn það ekki verða metið stefnanda til stórfellds gáleysis að hafa verið að reyna að losa mótið með hægri hendi án þess að hafa náð að taka utan um vinstra handfangið á mótinu.“ Af þeim sökum bæri vinnuveitandinn ábyrgð á slysinu og því ætti TM að borga manninum bætur að andvirði 2.307.405 kr.
Dómsmál Tryggingar Reykjavík Vinnuslys Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira