„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 00:32 Grindavík. Vísir/Egill Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira