„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 00:32 Grindavík. Vísir/Egill Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira