Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 13:13 Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi, fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins en segir að Penninn þurfi að bæta sér uppfjárhagslegan skaða. JÁ.IS „Við búum í hálfgerðu fákeppnislandi og þess vegna er mjög mikilvægt að það séu skýrar reglur og öflugt eftirlit.“ Þetta sagði Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi Uglu útgáfu í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að sennilegt væri að Penninn hefði brotið samkeppnislög með því að endursenda nýjar og nýlegar bækur Uglu útgáfu sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Tekjur Uglu drógust verulega saman við ákvörðun þessa. Sjá nánar: Segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Jakob fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. UGLA ÚTGÁFA „Það er þannig að svona tíu mánuði á ári þá fer nær öll sala fram í verslunum Pennans Eymundssonar bóksala. Fólk fer bara í bókabúðir, það leggur ekkert lykkju á leið sína til að fara í einhverja eina búð það sem tilteknar bækur eru til. Það kaupir bara það sem er á boðstólum í bókabúðunum og mikið af því sem ég gef út, eða 90% jafnvel 95% af sölu, fer fram í verslunum Eymundsson,“ segir Jakob. Það komu honum reyndar mjög á óvart hversu vel Íslendingar hafi brugðist við ákalli hans. Jakob opnaði vefverslun á vefsvæði Uglu skömmu eftir ákvörðun Pennans um að taka nýjar og nýlegar bækur úr sölu. Jakob segir að margir hafi viljað sýna honum stuðning í verki með því að kaupa af honum bækur gegnum vefinn, milliliðalaust. „Það er eins og það sé bara eitthvað í Íslendingseðlinu að bregðast við svona fantaskap stórs aðila sem hefur hálfgert einokunarvald.“ Jakob telur að háttsemin takmarki frelsi bókaútgefenda til að nýta sér tækninýjungar og stunda viðskipti með bækur sínar eins og þeim þyki henta. Hann segir að heilmiklir möguleikar séu fólgnir í hljóðbókarforminu. „Maður veit svo sem ekki hvernig þetta þróast þegar Forlagið kemur með allar sínar bækur á markað en hingað til hefur þetta verið mjög mikil búbót fyrir Uglu og þess vegna var ég ekki tilbúinn til þess að fresta hljóðbókaútgáfu mjög mikið af því að ég held þetta sé annar markaður og að stærstum hluta viðbót við bóksöluna“ Í svari Pennans til eftirlitsins segir að Ugla hafi „gengið einna lengst í því að gefa út bækur sínar á hljóðbókarformi samhliða því að gefa þær út á prenti.“ Eftirlitið telur því ljóst að útgáfa Uglu á bókum í hljóðbókarformi hafi verið veigamikil ástæða fyrir ákvörðun Pennans. Slík háttsemi gæti, að mati Samkeppniseftirlitsins, verið til þess fallin að leggja stein í götu tækniþróunar hér á landi. Eftirlitið fái ekki séð að þau rök Pennans að viðskiptalegar forsendur hafi legið til grundvallar aðgerðum fyrirtækisins fáist staðist. Aðspurður um næstu skref segir Jakob. „Þeir eru nú komnir af stað og farnir að snúa af þessari braut sinni þannig að ég á bara von á því að þeir hlýði þessum fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins og að allt falli í ljúfa löð, eins og var áður en þeir gripu til þessa aðgerða en ég haf að vísu orðið fyrir fjárhagslegum skaða sem þarf að bæta með einhverjum hætti.“ Jakob segir að sala á bókum hjá Pennanum sé grundvöllur fyrir bókaútgáfu í landinu í ljósi ráðandi stöðu þeirra á markaði. Þess vegna verði að búa að baki málefnalegar ástæður fyrir því að bækur séu teknar úr sölu. Hér er hægt að gaumgæfa nánar bráðabirgðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Við búum í hálfgerðu fákeppnislandi og þess vegna er mjög mikilvægt að það séu skýrar reglur og öflugt eftirlit.“ Þetta sagði Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi Uglu útgáfu í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að sennilegt væri að Penninn hefði brotið samkeppnislög með því að endursenda nýjar og nýlegar bækur Uglu útgáfu sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Tekjur Uglu drógust verulega saman við ákvörðun þessa. Sjá nánar: Segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Jakob fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. UGLA ÚTGÁFA „Það er þannig að svona tíu mánuði á ári þá fer nær öll sala fram í verslunum Pennans Eymundssonar bóksala. Fólk fer bara í bókabúðir, það leggur ekkert lykkju á leið sína til að fara í einhverja eina búð það sem tilteknar bækur eru til. Það kaupir bara það sem er á boðstólum í bókabúðunum og mikið af því sem ég gef út, eða 90% jafnvel 95% af sölu, fer fram í verslunum Eymundsson,“ segir Jakob. Það komu honum reyndar mjög á óvart hversu vel Íslendingar hafi brugðist við ákalli hans. Jakob opnaði vefverslun á vefsvæði Uglu skömmu eftir ákvörðun Pennans um að taka nýjar og nýlegar bækur úr sölu. Jakob segir að margir hafi viljað sýna honum stuðning í verki með því að kaupa af honum bækur gegnum vefinn, milliliðalaust. „Það er eins og það sé bara eitthvað í Íslendingseðlinu að bregðast við svona fantaskap stórs aðila sem hefur hálfgert einokunarvald.“ Jakob telur að háttsemin takmarki frelsi bókaútgefenda til að nýta sér tækninýjungar og stunda viðskipti með bækur sínar eins og þeim þyki henta. Hann segir að heilmiklir möguleikar séu fólgnir í hljóðbókarforminu. „Maður veit svo sem ekki hvernig þetta þróast þegar Forlagið kemur með allar sínar bækur á markað en hingað til hefur þetta verið mjög mikil búbót fyrir Uglu og þess vegna var ég ekki tilbúinn til þess að fresta hljóðbókaútgáfu mjög mikið af því að ég held þetta sé annar markaður og að stærstum hluta viðbót við bóksöluna“ Í svari Pennans til eftirlitsins segir að Ugla hafi „gengið einna lengst í því að gefa út bækur sínar á hljóðbókarformi samhliða því að gefa þær út á prenti.“ Eftirlitið telur því ljóst að útgáfa Uglu á bókum í hljóðbókarformi hafi verið veigamikil ástæða fyrir ákvörðun Pennans. Slík háttsemi gæti, að mati Samkeppniseftirlitsins, verið til þess fallin að leggja stein í götu tækniþróunar hér á landi. Eftirlitið fái ekki séð að þau rök Pennans að viðskiptalegar forsendur hafi legið til grundvallar aðgerðum fyrirtækisins fáist staðist. Aðspurður um næstu skref segir Jakob. „Þeir eru nú komnir af stað og farnir að snúa af þessari braut sinni þannig að ég á bara von á því að þeir hlýði þessum fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins og að allt falli í ljúfa löð, eins og var áður en þeir gripu til þessa aðgerða en ég haf að vísu orðið fyrir fjárhagslegum skaða sem þarf að bæta með einhverjum hætti.“ Jakob segir að sala á bókum hjá Pennanum sé grundvöllur fyrir bókaútgáfu í landinu í ljósi ráðandi stöðu þeirra á markaði. Þess vegna verði að búa að baki málefnalegar ástæður fyrir því að bækur séu teknar úr sölu. Hér er hægt að gaumgæfa nánar bráðabirgðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48
Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent