FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:49 Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira