Íslenski boltinn

Keflavík og Tindastóll skilja sig frá öðrum

Sindri Sverrisson skrifar
Keflavíkurkonur hafa byrjað sumarið afar vel.
Keflavíkurkonur hafa byrjað sumarið afar vel. mynd/knattspyrnudeild keflavíkur

Keflavík og Tindastóll hafa byrjað leiktíðina vel í Lengjudeild kvenna í fótbolta og eru nú með fimm stiga forskot á næstu lið eftir fimm umferðir af átján.

Keflvíkingar unnu ÍA 3-1 í kvöld. María Rún Guðmundsdóttir kom heimakonum yfir í lok fyrri hálfleiks og þær Amelía Rún Fjeldsted og landsliðskonan Natasha Anasi skoruðu með tveggja mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik. Fríða Halldórsdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA.

Skagakonur eru með sex stig en tapið í Keflavík var þeirra fyrsta á tímabilinu. Keflavík er með 13 stig á toppnum, líkt og Tindastóll sem er með lakari markatölu.

Tindastóll vann Gróttu á útivelli, 2-0, þar sem Hugrún Pálsdóttir og Jacqueline Altschuld skoruðu mörk Tindastóls. Gróttukonur eru í 3.-4. sæti ásamt Haukum með 8 stig. Haukar töpuðu 3-1 á heimavelli fyrir Víkingi R. sem vann þar með sinn fyrsta leik í sumar.

Augnablik vann einnig sinn fyrsta leik, 2-0 gegn Fjölni, og er með fjögur stig líkt og Víkingur. Fjölnir er þar með kominn í fallsæti, með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×