„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:30 Logi Ólafsson í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
„Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32