Fékk fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:42 Skallagrímur leikur í 4. deild karla. mynd/facebook síða knattspyrnudeildar skallagríms Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér.
Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu.
Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram.
Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35