Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 23:54 Anthony Fauci stýrir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira