„Erum að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júlí 2020 19:30 Sif Atladóttir, landsliðskona. vísir/baldur Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstads í Svíþjóð, líkir baráttu óléttra knattspyrnukvenna við baráttu kvenna í atvinnulífinu fyrir um fjörutíu árum. Sif er hér á landi þessa daganna en hún er samningsbundinn Kristinastads í Svíþjóð. Hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld m.a. um að Stöð 2 Sport sé byrjað að sýna sænsku deildina. „Fyrir mér er þessi deild miklu jafnari en aðrar deildir úti í heimi og það er það sem gerir hana svo áhugaverða að horfa á,“ sagði Sif. „Mér finnst frábært að það sé farið að sýna deildina okkar hérna heima og sýna fyrirmyndirnar, sem hafa verið erlendis svo lengi. Nú fáum við loksins að sjá þær á skjánum.“ Sif er ólétt af sínu öðru barni og hún er komin inn í leikmannasamtökin í Svíþjóð þar sem hún er m.a. að berjast fyrir réttindum knattspyrnukvenna er þær bera barn undir belti. „Við erum dálítið að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum. Við finnum fyrir því að við erum réttindalausar þegar við komum með skilaboðin að maður sé ólétt eða stefnir á að verða ólétt. Við erum settar til hliðar.“ „Þetta er ákveðin barátta sem við þurfum að fara í gegnum. Ég fór inn í leikmannaráðið í Svíþjóð og ein spurningin sem við erum að vinna að núna er að koma óléttu-pólisíu inn, bæði fyrir öryggi leikmanna og líka fyrir félögin.“ „Félögin vilja líka gera sitt besta fyrir leikmenn svo þeir komi til baka eins tilbúnir og hægt er. Þetta á ekkert að verða dauðadómur fyrir ferilinn þó að þú viljir stækka fjölskylduna.“ Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstads í Svíþjóð, líkir baráttu óléttra knattspyrnukvenna við baráttu kvenna í atvinnulífinu fyrir um fjörutíu árum. Sif er hér á landi þessa daganna en hún er samningsbundinn Kristinastads í Svíþjóð. Hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld m.a. um að Stöð 2 Sport sé byrjað að sýna sænsku deildina. „Fyrir mér er þessi deild miklu jafnari en aðrar deildir úti í heimi og það er það sem gerir hana svo áhugaverða að horfa á,“ sagði Sif. „Mér finnst frábært að það sé farið að sýna deildina okkar hérna heima og sýna fyrirmyndirnar, sem hafa verið erlendis svo lengi. Nú fáum við loksins að sjá þær á skjánum.“ Sif er ólétt af sínu öðru barni og hún er komin inn í leikmannasamtökin í Svíþjóð þar sem hún er m.a. að berjast fyrir réttindum knattspyrnukvenna er þær bera barn undir belti. „Við erum dálítið að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum. Við finnum fyrir því að við erum réttindalausar þegar við komum með skilaboðin að maður sé ólétt eða stefnir á að verða ólétt. Við erum settar til hliðar.“ „Þetta er ákveðin barátta sem við þurfum að fara í gegnum. Ég fór inn í leikmannaráðið í Svíþjóð og ein spurningin sem við erum að vinna að núna er að koma óléttu-pólisíu inn, bæði fyrir öryggi leikmanna og líka fyrir félögin.“ „Félögin vilja líka gera sitt besta fyrir leikmenn svo þeir komi til baka eins tilbúnir og hægt er. Þetta á ekkert að verða dauðadómur fyrir ferilinn þó að þú viljir stækka fjölskylduna.“
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“