Yfirlýsing Sjómannafélags Íslands Jónas Garðarsson skrifar 15. júlí 2020 16:30 Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Herjólfur Samgöngur Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun