Innlent

Fimm með veiruna við landamærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun hófst fyrir kórónuveirunni á landamærunum 15. júní.
Skimun hófst fyrir kórónuveirunni á landamærunum 15. júní. Vísir/vilhelm

Kórónuveiran greindist í fimm einstaklingum við skimun á landamærum í gær, þar af eru fjórir með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu. Á áttunda tug ferðalanga hafa því greinst með veiruna við landamærin frá 15. júní en aðeins tólf þeirra voru með virk smit.

Þá voru 2.118 sýni tekin við landamæraskimun í gær og 31 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 36.738 sýni hafa nú verið tekin við landamærin frá því skimun hófst.

Alls eru nú 12 í einangrun með veiruna á landinu öllu og 93 eru í sóttkví. Frá upphafi faraldurs hafa 1.905 greinst með veiruna og 1.882 er batnað. Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðan 2. júlí.


Tengdar fréttir

„Ís­land… gerðu það, fyrir­gefðu okkur!“

Ferðabloggarar nokkrir komu hingað til lands tveimur dögum eftir að skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli. Þeir báru Íslandi söguna vel og þótti gaman að hafa landið „út af fyrir sig.“

Ekkert innanlandssmit í 10 daga

Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×