Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:20 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA-EFE/YURI GRIPAS Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira